Teaching

University Courses:

University Teaching: Carnegie Mellon University (CMU); University of Iceland (HÍ); Bifröst University (VHB); University of Reykjavík (HR)).

Teaching Assistant (T.A.):

  • Western Civilization (fall 1992),
  • World History: (fall 1990); (fall 1991); (spring 1992); (spring 1993), and (spring 1994).
  • Dynamics of European Society (summer 1992 CMU).
  • Shaping of Western Civilization (summer 1993 CMU).

Part-time Teacher:

  • Autobiographies and History (fall 1995 HÍ).
  • Society and Individuals in the 19th Century (spring 1997 HÍ).
  • Microhistory – Meaning and Making (spring 1997 HÍ).
  • First Person Sources in History (fall 1998 HÍ).
  • Postmodernism in History (spring 2000 HÍ. The course was canceled due to budgetary reasons at the Department of History).
  • Peasants Culture (A graduate course for students in the collage of H&SS – HÍ 2000. One of few teachers).
  • Memory, History and First Person Sources (fall 2001 HÍ).
  • Rumors, Scandals, Trials and Memory (spring 2002 CMU).
  • Rumors, Scandals and Trials (spring 2003 HÍ).
  • Biography – Autobiography – Fiction (A graduate course within the Department of Icelandic Studies – fall 2003 HÍ. One of three teachers).
  • Methods (fall 2003 and spring 2004 HR with scholars from the Reykjavik Academy).
  • Methods (fall 2003 VHB with scholars from the Reykjavik Academy).
  • Modern Culture (fall 2003 and fall 2004 VHB with scholars from the Reykjavik Academy).
  • Cultural Management (spring 2005 VHB on graduate level with scholars from the Reykjavik Academy).
  • Resarsch and Methods (fall 2006 and 2007 HÍ – graduate level caurse, one of three teachers).
  • Communication and Culture (fall 2006, 2007, 2008 and 2010 HÍ – graduate level coures).
  • Self, Memory, History War (spring 2007 HÍ).
  • Louse Comb, Piss Pot, and Sex Life: Folkways and Everydagy Life in the Peasant Soceity (Spring 2008, 2010, and 2012 HÍ – Deparment of Ethonology)

Profssor: University of Iceland (HÍ):

  • Culture and Deception – Power, Society, People (Fall 2017)

In recent years the concept of culture has undergone significant changes. Scholars, artists and the public have been involved in redefining the concept and adapting it to changing circumstances in the world. Following the new understanding of the concept of culture, which is sometimes attributed to the postmodern era, international theories of culture have changed rapidly. Some of the most interesting recent intellectual discussions have been about the past, present and the future and how best to evaluate the significance of time in science, the arts and in everyday life. Opinions are divided about the importance of these new ideas and it needs to be kept in mind that traditional beliefs within academia still enjoy great popularity in various fields of human life. The course will offer a discussion on the concept of culture from many aspects related to society, science and individuals both in the 19th and 20th centuries.

  •   Menning og blekking – Vald, samfélag, fólk (in Icelandic)

Á síðari árum hefur menningarhugtakið gengið í gegnum miklar breytingar. Fræðimenn, listamenn og almenningur hefur tekið þátt í að endurskilgreina hugtakið og laga að breyttum aðstæðum í heiminum. Í kjölfar hins nýja skilnings á menningarhugtakinu, sem stundum er eignaður póstmódernískum tímum, hafa kenningar um menningu og menningarmiðlun tekið örum breytingum. Fram hefur farið einhver sú áhugaverðasta umræða í langan tíma um fortíð, nútíð og framtíð og hvernig best sé að meta vægi tímans í fræðum, listum og í hversdags lífinu. Mjög eru skiptar skoðanir um ágæti þessara nýju viðhorfa og sannarlega hafa hefðbundin viðhorf enn mikið vægi í hinni menningarlegu umræðu á ýmsum sviðum mannlífsins. Námskeiðið sem hér er til umræðu mun bjóða upp á umræðu um þróun menningarhugtaksins út frá mörgum hliðum sem tengjast samfélagi, fræðum og einstaklingum bæði á 19. og 20. öld.

——–

  • Freak Science: The Abnormal, Outcasts and Marginalized Groups – Studies of the Unusual (Fall 2017)

Under what conditions are people marginalized and even set a side in their community, by those who are in power? In the course the term “normal exception” will be used, but it assumes that those who are considered “different” from most contemporaries could function well in their environment. In the course, the “freaks” will be examined, and how society defines those who are “different”; the disabled, mentally ill, blind and or those who possess unusual talents that society does not accept. What determines the exclusion of people from time to time, especially in the 19th and 20th centuries?

  • Fríkfræði: Afbrigðilegir, úrhrök og jaðarhópar – rannsóknir á hinu óvenjulega (in Icelandic)

Við hvaða aðstæður er fólk jaðarsett, jafnvel úthrópað og þokað til hliðar í samfélaginu – af þeim sem ráða? Í námskeiðinu verður enska hugtakið “normal exception” skoðað en það gerir ráð fyrir að þau sem af ýmsum ástæðum bindi bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir geti verið í sínu daglega umhverfi bæði velmetnir og fullgildir meðlimir þess geira sem þau tilheyra. Kannað verður hvernig „fríkin“ verða til, hvernig skilgreinir samfélagið á hverjum tíma þá sem eru „öðruvísi“; fatlað fólk, geðsjúkt, blint og eða þá sem búa yfir óvenjulegum hæfileikum sem samfélagið tekur ekki gilda. Hvað ræður útskúfun fólks á hverjum tíma, sérstaklega á 19. og 20. öld?

——–

  • Lust, Greed, Anger and Grief – The History of Emotions (Spring 2018)

In this course we read well known historical studies of Western cultural history that deal with the importance of the history of emotions, but that theoretical approach has gained increased popularity in the past few years. Discussion of phenomena like lust, greed, anger and grief will be examined and put in the context of new trends within the discapline of history. An attempt will be made to show how historians in the early twenty-first century deal with material of this kind. The discussion will be placed in a ideological context and a focus will be on demonstrating different  approaches which historians of the twentieth century have taken when dealing with this field of study.

  • Losti, græðgi, reiði og sorg – saga tifinninga (in Icelandic)

Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um þýðingu sögu tilfinninga, en sú fræðilega nálgun hefur átt sífellt vaxandi fylgi að fagna á undanförnum árum. Umfjöllun um fyrirbæri eins og losta, græðgi, reiði og sorg verða sérstaklega skoðuð og þau síðan tengd við nýja strauma innan sagnfræðinnar. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar glíma við efni af þessu tagi. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga á tuttugustu öld þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði.

——–

  • Barefoot Historians: The Cultural World in Modern Times (Spring 2018, with Davíð Ólafsson)

In recent years research has revealed a group of people from the past who worked in an undefined cultural space in society (e. In-between spaces), but had a huge impact on the progress of various sectors within their local communities. This group that has been given the name “barefoot historians” will be discussed in this course. Similar groups from abroad will be explored and compared to local research and few representatives of the Icelandic barefoot historians. The material produced by those barefoot historians, will be studied and analysed. Popular culture of various kinds will be the subject of this course.

  • Berfættir sagnfræðingar: Heimur menningar á nýöld (in Icelandic, kennt með Davíð Ólafssyni)

Á undanförnum árum hafa rannsóknir leitt í ljós hóp fólks frá fyrri tíð sem starfaði á óskilgreindu menningarsvæði í samfélaginu (e. in-between spaces) en hafði gríðarleg áhrif á framvindu ýmissa sviða þjóðlífins. Þessi hópur verður til umfjöllunar í námskeiðinu en þeir hafa fengið viðurnefnið „berfættu sagnfræðingarnir“. Skoðaðar verða rannsóknir erlendis af svipuðum hópum og þær bornir saman við innlendar rannsóknir og fulltrúa hinna íslensku berfætlinga. Efniviðurinn sem liggur eftir hópinn, sem er af margvíslegum toga, verður lagður til grundvallar í námskeiðinu og hann rannsakaður. Alþýðufræði af ýmsu tagi verða viðfang þessa námskeiðs.

———

  • Can the Memory be Trusted? Egodocuments and History (Spring 2019)

By the end of the last century there was a definite settlement around the world about the status of world culture during the millennium. Such a settlement inevitably called for revelations of events that individuals, groups, entire communities and even cultural areas had interfered with, namely dark sides of the past. This struggle with the past also called for discussion of how the past occurs, in other words, how we deal with the past and investigate it. The discussion itself touches on the foundations of history and other disciplines that deal with past times. The course will pay particular attention to the impact of egodocuments – autobiographies, diaries, letters and other private documents – and how they influenced people’s ideas about themselves and life. It will be considered how the literature has worked on this subject.

  • Er eitthvað á minnið að treysta? Sjálfsbókmenntir og sagnfræði (in Icelandic)

Í lok síðustu aldar átti sér stað ákveðið uppgjör víða um heim um stöðu heimsmenningarinnar við árþúsundaskipti. Slíkt uppgjör kallaði óhjákvæmilega á upprifjanir á atburðum sem einstaklingar, hópar, heilu samfélögin og jafnvel menningarsvæði höfðu hliðrað sér hjá að glíma við, nefnilega dökku hliðar fortíðarinnar. Þessi glíma við fortíðina kallaði einnig á umræðu um hvernig fortíðin verður til, með öðrum orðum, hvernig við tökumst á við fortíðina og rannsökum hana. Umræðan snerti því sjálfan grundvöll sagnfræðinnar og annarra fræðigreina sem fjalla um liðna tíð. Í námskeiðinu verður sérstaklega hugað að því hvaða áhrif sjálfsbókmenntir – sjálfsævisögur, dagbækur, bréfa og önnur einkaskjöl ­– höfðu áhrif á hugmyndir fólks um sjálft sig og lífið. Hugað verður að því hvernig fræðin hafa unnið úr þessu efni.

——–

  • Young Historians and Old Ones – New Doctoral Dissertations in History (Spring 2019)

In the 1990s began a real doctoral studies in history at the University of Iceland. Over the past 30 years, a large number of historians – young scholars – have graduated from the department and elsewhere in the world. The course will make an attempt to assess trends and general focus in history based on these dissertations and identify the people who have defended their thesis. The course is methodological but at the same time historiographical as the directions that the history of Iceland has followed is being studied.

  • Ungir sagnfræðingar og gamlir – Nýjar doktorsritgerðir í sagnfræði (in Icelandic)

Á tíunda áratug 20. aldar hófst fyrir alvöru doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á síðustu 30 árum hefur talsverður fjöldi sagnfræðinga – ungra fræðimanna – útskrifast úr deildinni og víða annarsstaðar í heiminum. Í námskeiðinu verður gerð tilraun til að meta strauma og stefnur í sagnfræðinni út frá þessum ritgerðum og greina fólkið sem hefur varið sínar ritgerðir. Námskeiðið er aðferðafræðilegt en um leið historiographískt þar sem skoðuð verður sú stefna sem sagnfræðin á Íslandi hefur fylgt.

———

  • Reality, Forgery and Deception – Contemporary Cultural History (Spring 2020)

In recent years, the concept of culture has undergone major changes. Scholars, artists and the public have been involved in redefining the concept and adapting it to changing world conditions. Following the new understanding of the cultural concept, which is sometimes owned by postmodern times, theories of culture have changed rapidly. An interesting debate on past, present and the future has taken place, and how best to evaluate the importance of time in scholarship, arts and everyday life. Views on the excellence of these new beliefs are very divided. Traditional beliefs in the various spheres of scholarship and human life are still of great importance to the studeis of humanities. The course under discussion here will provide a view on the development of the cultural concept from many sides related to society, scholars and individuals in the 19th and 20th centuries.

  • Veruleikar, falsanir og blekkingar – Menningarsaga samtímans (in Icelandic)

Á síðari árum hefur menningarhugtakið gengið í gegnum miklar breytingar. Fræðimenn, listamenn og almenningur hefur tekið þátt í að endurskilgreina hugtakið og laga að breyttum aðstæðum í heiminum. Í kjölfar hins nýja skilnings á menningarhugtakinu, sem stundum er eignaður póstmódernískum tímum, hafa kenningar um menningu og menningarmiðlun tekið örum breytingum. Fram hefur farið einhver sú áhugaverðasta umræða í langan tíma um fortíð, nútíð og framtíð og hvernig best sé að meta vægi tímans í fræðum, listum og í hversdags lífinu. Mjög eru skiptar skoðanir um ágæti þessara nýju viðhorfa og sannarlega hafa hefðbundin viðhorf enn mikið vægi í hinni menningarlegu umræðu á ýmsum sviðum mannlífsins. Námskeiðið sem hér er til umræðu mun bjóða upp á umræðu um þróun menningarhugtaksins út frá mörgum hliðum sem tengjast samfélagi, fræðum og einstaklingum bæði á 19. og 20. öld.

———

  • Popular Culture and Vernacular Literacy Practices in Iceland 1730–1930 (Spring 2020, with Davíð Ólafsson)

The formal configurations of education and literary matters from 1730-1930 were subject to great transition. At its onset, no schools were operating in the country apart from the two Latin schools at the bishoprics of Hólar and Skálholt. A system of primary household instruction was instigated in first half of the18th century, reinforced the so-called “Act of Household Discipline”, issued in 1746. The printing industry was also controlled by the church and intended principally to supply households with religious texts. At the other end of this period, new educational laws (1907) had been in operation for more than two decades, which decreed four years of mandatory education for every child. Several primary schools had been established in villages around the island as well as ambulatory school in rural areas. Secular book market was flourishing in 1930 and books, journals, and newspapers were published and printed in all quarters of Iceland.  Parallel to these processes, narrated in numerous accounts of Iceland´s road to modernity, another storyline can be located. Putting the focus on popular culture and everyday-life, we can unearth literacy practices operating largely outside or beside the formal configurations addressed earlier.  A range of studies from recent years has revealed a significant group of ordinary people operating in an ill-defined cultural sphere (in-between spaces) in Icelandic society. This informal group is the central subject of this course. We will also look into recent studies on similar practices in other countries and periods, searching for these agents we have termed „barefoot historians”. The course will focus on the substantial amount of primary written sources deriving from people of this sort. The course is run on two numbers and in two departments; history and cultural studies.

  • Alþýðumenning og hversdagsiðkun læsis 1730-1930 (in Icelandic, kennt með Davíð Ólafssyni)

Sé litið til formlegrar umgjarðar menntamála og bókmenningar á Íslandi markast tímabilið 1730-1930 af miklum umskiptum. Í upphafi þess voru engir skólar starfræktir innanlands fyrir utan prestaskóla á biskupsstólum og útgáfa prentaðra bóka að mestu bundin við trúarlegt efni undir einokun Hólastóls. Uppfræðsla barna fór fram á grunni konunglegra tilskipanna sem kváðu fyrst og fremst á um að þau öðluðust grunnþekkingu á kristindómi. Í lok þessa skeiðs höfðu fræðslulög verið við lýði í rúma tvo áratugi. Nokkur fjöldi barnaskóla var þá starfræktur í þéttbýlisstöðum og farskólar starfræktir í dreifðari byggðum um lengri eða skemmri tíma. Markaður með ritað mál var kominn vel á legg víða um land og bækur, blöð og tímarit voru gefin út og prentuð í öllum landsfjórðungum.  Samhliða þessum umbreytingum sem skráðar eru í fjölmörgum frásögnum af ferð Íslands frá gamla sveitasamfélaginu til nútímans má greina annan söguþráð. Sé sjónum beint að bóklegri menningu alþýðufólks á Íslandi í þeirra hversdagslífi kemur í ljós iðkun á sviði menntunar og miðlunar sem stóð að miklu leiti utan við þá formlegu umgjörð sem rædd er hér að framan.  Á undanförnum árum hafa rannsóknir leitt í ljós hóp fólks frá fyrri tíð sem starfaði á óskilgreindu menningarsvæði í samfélaginu (e. in-between spaces) en hafði gríðarleg áhrif á framvindu ýmissa sviða þjóðlífsins. Þessi hópur verður til umfjöllunar í námskeiðinu en þeir hafa fengið viðurnefnið „berfættu sagnfræðingarnir“. Skoðaðar verða rannsóknir erlendis af svipuðum hópum og þær bornir saman við innlendar rannsóknir og fulltrúa hinna íslensku berfætlinga. Efniviðurinn sem liggur eftir hópinn, sem er af margvíslegum toga, verður lagður til grundvallar í námskeiðinu og hann rannsakaður.    Námskeiðið er kennt í tveimur greinum og á tveimur númerum, sagnfræði og menningarfræði.

Hugmyndafræði (In Icelandic)

Persónuleg reynsla

Ég hóf háskólakennslu í upphafi tíunda áratugarins í Bandaríkjunum. Mér fannst strax mikil ábyrgð hvíla á mínum herðum er ég gekk í fyrsta skiptið inn í kennslustofuna þó þar hafi ég aðeins verið aðstoðarkennari. Ég var satt best að segja mjög á nálum um að mér myndi takast illa upp sem kennara og því lagði ég ofurkapp á að undirbúa mig vel. Strax á fyrstu mínútunum komst ég að raun um að þetta starf myndi eiga vel við mig og þungu fargi var af mér létt. Ég fann að samneytið við nemendurnar yrði mér hollt, fræðilega, og ég sá í hendi mér að það veitti mér ánægju að eiga í rökræðum um efni sem mér var hugleikið og ég hafði hugsað mikið um. Þessi tilfinning setti mark sitt mjög á kennslu mína og almennar hugmyndir um samskipti kennara og nemenda.

Ég kenndi í Bandaríkjunum fram á mitt sumar 1994, en þá hafði ég lokið doktorsprófi mínu og sneri heim til Íslands til þess að stunda framhaldsrannsóknir.

Haustið 1995 kenndi ég mjög eftirminnilegt námskeið við Háskóla Íslands sem nefndist Sjálfsævisögur og sagnfræði, en þar var saman komið mikið einvala lið nemenda sem átti eftir að taka þátt í námskeiðinu af miklum áhuga og þrótti.

Mér varð það til happs að byggja námskeiðið þannig upp að um leið og sjálfsævisögur voru ræddar fræðilega rakti ég notkunarsögu þeirra innan sagnfræðinnar og náði að sýna að þeir sem sýnt hefðu þeim áhuga væru fræðimenn í allra fremstu röð, fræðimenn sem væru að leita nýrra leiða í rannsóknum sínum. Þessi uppbygging námskeiðsins hafði afar jákvæð áhrif á andann í námskeiðinu, fólki fannst einfaldlega það vera að fást við það sem væri mest spennandi innan fræðanna.

Þessu til viðbótar var ég svo lánsamur að hafa kynnst handritadeild Landsbókasafns er ég vann að rannsóknum mínum og þar fékk ég þá hugmynd að kynna nemendur námskeiðsins rækilega fyrir handritakostinum. Það gerði ég með því að fá hverjum og einum það verkefni að rannsaka eina tiltekna heimild, ýmist bréfasafn, dagbók, sjálfsævisögu eða annað persónulegt efni. Ég hafði öruggar heimildir fyrir því frá starfsmönnum safnsins, sérstaklega Kára Bjarnasyni vini mínum, að fræðimenn sæjust afar sjaldan í deildinni við rannsóknir og þetta ætti sérstaklega við háskólakennara í nær öllum fögum. Þeim kæmi því ekki til hugar að nýta deildina við kennslu. Þetta benti ég nemendum mínum á og ég held að það hafi virkað afar vel, þeir skildu að það sem þeir voru að gera væri eitthvað nýtt, eitthvað sem gæti skipt máli ef rétt væri haldið á spöðunum. Niðurstaðan varð líka góð. Nær allir nemendur námskeiðsins, en þeir voru 35 að tölu, unnu frábæra vinnu og margir skiluðu afbragðs rannsóknarniðurstöðum í lok námskeiðsins.

Ég var í sjöunda himni með þessa útkomu og það sem meira var ég hafði ekki aðeins eignast marga mjög góða vini heldur hafði ég lært mikið á þessu námskeiði. Ég sat sjálfur löngum stundum við rannsóknir í handritadeildinni og hafði því mikið samneyti við nemendur mína fyrir utan skólastofuna. Þetta virkaði vel og sterk bönd sem enn halda mynduðust milli margra okkar.

Strax að námskeiðinu loknu fékk ég mikið samviskubit yfir því að yfirgefa nemendur mína í miðjum klíðum. Verkefni þeirra voru undantekningarlaust viðamikil og nemendurnir höfðu ekki haft tækifæri í stuttri námsritgerð að ljúka við rannsóknina. Margir létu í ljósi vonbrigði með þetta og úr varð að yfir tuttugu manna hópur hittist mánaðarlega, frá ársbyrjun 1996 og fram á vor 1997, í Þjóðarbókhlöðunni og ræddi notkun persónulegra heimilda í sagnfræði. Við stækkuðum hópinn og buðum meðal annars nokkrum þekktum fræðimönnum sem unnið höfðu með persónulegar heimildir til þessarar samdrykkju.

Hópurinn hélt úti í rúmt eitt og hálft ár, eins og áður sagði, og á tímabili hittist hann á þriggja vikna fresti. Ég held að mér sér óhætt að segja að þarna hafi allir notið sín; hver og einn fékk tækifæri til að ræða það sem þeim lá á hjarta og leggja fyrir hópinn drög að greinum eða bókum sem voru í smíðum. Sjálfur upplifði ég þetta samstarf sem hina eiginlegu akademíu, þar sem áhugasamir fræðimenn koma saman og skiptast á skoðunum án þess að því fylgi einhver prik eða stig á kvarða lífsins. Hér voru menn af hreinum áhuga.

Í þessum hópi hóf ég að hugsa um einsöguna að einhverju marki. Rétt áður en hópurinn hittist í fyrsta skiptið fannst mér að ég yrði að setja á blað hugleiðingar um stöðu einstaklingsins í sagnfræðinni, eða frekar í sögunni. Ég hafði í huga að þetta yrði nokkurs konar inngangur að þessari samræðu okkar, þar sem ekki aðeins yrði rætt um hvers virði það væri að vinna með persónulegar heimildir heldur einnig hvernig best væri að vinna með þær, hvenig úrvinnslunni ætti að vera háttað; hvaða aðferðafræði hentaði best þessum heimildum. Ég hóf að skrifa þennan pistil á miðjum laugardegi og lauk honum undir morgun daginn eftir. Þegar mig rak í vörðurnar undir kvöld þennan tiltekna laugardag fór ég að hugleiða hvort ekkert hefði verið ritað um stöðu einstaklingsins í sögunni, það er á þeim nótum sem ég var að velta fyrir mér. Ég sat og starði upp í bókahillurnar á skrifstofu minni og staðnæmdist skyndilega við bókaflokk sem ég hafði keypt úti í Bandaríkjunum rétt áður en ég hélt heim til Íslands árið 1994 en ekki lesið og fjallaði um microhistory. Þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur og ég tók kerfisbundið að vinna úr þeim hugmyndum sem þessi aðferðafræði hafði að bjóða.

Á sama tíma sem þessar pælingar stóðu yfir var ég að skrifa bókina Menntun, ást og sorg og liðsinna nokkrum nemendum við B.A.- og M.A.-ritgerðir þeirra. Á vormisserinu hóf ég að vinna með þeim Sigrúnu Sigurðardóttur og Kristrúnu Höllu Helgadóttur að undirbúningi fyrir B.A.- ritgerðir þeirra og Davíð Ólafssyni að M.A.- ritgerð hans, en við höguðum honum þannig að við hittumst vikulega í um það bil tíu vikur og lásum saman greinar sem snertu, beint eða óbeint, einsöguna (en það var endanlega þýðingin á microhistory hugtakinu) eða skyld efni. Þessi vinna okkar var gríðarlega gefandi, ekki aðeins fyrir nemendurnar heldur einnig fyrir mig og mína fræðimennsku. Þarna mótuðust hugmyndir mínar um einsöguna mikið og naut ég þar þremenninganna vel. Þau enduðu öll á því að rita mjög áhugaverðar ritgerðir sem tengdust aðferðum einsöguna á einn eða annan hátt. Þá tóku þau einnig þátt í gerð bókarinnar Einsagan – ólíkar leiðir og þar áttum við öll greinar um nokkuð ólíka efnisflokka. Margir þeirra sem áttu ritgerðir í þessari bók eða tóku þátt í umræðuhópnum, sem var nefndur einsöguhópurinn manna á milli, hafa ekki yfirgefið handritadeildina, eru enn að vinna með persónulegar heimildir af ýmsu tagi.

Loks má geta þess að ég bauð upp á námskeið haustmisserið 1997 sem hét Einsögurannsóknir – merking og möguleikar þar sem ég kynnti það allra nýjast í þessum fræðum. Námskeiðið hafði afar jákvæð áhrif á þróun þessara fræða hér á landi og sömuleiðis á skilning minn á þeim.

Áherslur í kennslu

Ég hef rakið þessa reynslusögu mína hér að framan á jafn nákvæman hátt og raun ber vitni til þess að draga fram áherslur mínar við kennsluna. Ég held að hægt sé að skipta þeim niður í nokkra þætti:

  1. Ég er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að gera miklar kröfur til nemenda í háskólanámi, kröfur sem verða að vera byggðar á sanngirni og yfirvegun. Á saman tíma er nauðsynlegt að kennarinn geri mjög miklar kröfur til síns sjálfs, bæði hvað varðar undirbúning undir námskeið og svo fyrir hverja kennslustund. Þetta er í raun grunnatriði í sambandi við vel heppnaða samvinnu milli kennara og nemenda, það er að nemendur finni að kennarinn leggi alúð sína í kennsluna og allt sem við kemur henni. (Í þessu sambandi bendi ég á dagskrá námskeiðanna sem ég hef haldið hér á landi sem birtar á öðrum stað í þessari heimasíðu).
  2. Ég er þeirrar skoðunar að nauðynlegt sé að vinna mjög markvisst með hverjum og einum nemenda, eða eins mikið og kostur er. Ég lít svo á að það sé hlutverk kennara og eigi að vera metnaður hans, að koma nemendum sínum til nokkurs þroska. Ég er þeirrar skoðunar að það verði oft ekki gert nema með mikilli yfirlegu og persónulegum samskiptum milli kennara og nemenda. Þetta setur heilmiklar skyldur á nemenda og kennara og krefst þess að báðir komi að þessari vinnu af fullm þunga og áhuga. Ef vel tekst til þá getur samneyti af þessu tagi gert gæfumuninn fyrir nemandann. Staðreyndin er nefnilega sú að allt of fáir nemendur hafa heyrt frá kennurum sínum að þeir séu góðum kostum búnir og að það sé eftirsóknarvert fyrir alla aðila að þeir láti ljós sitt skína. Ef nemendur fá þannig hvatningu er eins víst að þeir blómstri og hæfileikar þeirra fái virkilega að njóta sín.
  3. Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að vinna mjög náið með nemendum sem eru að vinna að lokaritgerðum. Ég lít svo á að lokaritgerðir nemenda geti veitt mikilvægt tækifæri til að leiða nemendur á mun beinni hátt en við önnur tækifæri inn í heim fræðanna. Þetta er mikilvægt skref fyrir nemendurnar og getur ráðið úrslitum um framtíð þeirra á sviði fræða og vísinda. Ég er einnig viss um að tilsjón með lokaritgerð nemenda er gott tækifæri fyrir háskólakennara að halda sjálfum sér í formi, ef svo má að orði komast. Ef þetta samstarf milli nemenda og kennara á að takast vel þá er nauðsynlegt að kennarinn lesi með nemandanum efni sem tengist ritgerðinni og þannig fæst tækifæri til að halda sér við í fræðunum.

Hægt er að nálgast kennslu með nokkuð mismunandi hætti. Ein leið felst í því að gefa nemendum tilteknar upplýsingar og láta þá vinna úr þeim án þess að þeir fái mikla leiðsögn eða hjálp. Ég hef ekki farið þessa leið í mínum störfum sem kennari, eins og ljóst má vera af rökræðunni hér að framan. Ég lít svo á að kennara nái mun betri árangri við háskólakennslu með því að vinna mjög náið með hverjum nemanda og segja má að það sé mikið frekar í anda akademíunnar og hinnar klassíku merkingar hennar að hafa þann háttinn á.

Þjálfun mín í Bandaríkjunum hafði mikil áhrif á skoðanir mína í sambandi við háskólakennslu en þar er mikið lagt upp úr að kennarar standi sig og leggi allt undir þegar þeir kenna. Ástæðan er meðal annars sú að bandarískir háskólar eru dýrar stofnanir og nemendur eru að borga stórfé fyrir námsvistina. Þetta gerir það að verkum að forsvarsmenn háskólanna leggja mikla áherslu á að kennslan sé í hæsta gæðaflokki. Samspil foreldra (sem oftast borga brúsann), háskólanna (þeirra sem stjórna þeim) og nemendanna (sem skilja þýðingu menntunar og tækifæranna sem hún býður) skapar aðstæður sem eru afar ákjósanlegar. Þetta tel ég vera nauðsynlegt aðhald og nokkuð sem vantar, í það minnsta að hluta, í íslenskt háskólastarf en hlýtur að koma mjög til álita á næstu árum þegar hugað verður að breytingum í menntakerfi landsmanna. 

Sjálfstætt starfandi fræðimaður

Í ReykjavíkurAkademíunni (RA) átti sér stað mikil umræða um að leggja rækt við kennslu þeirra sem koma fram í nafni RA. Við höfðum skeggrætt þann möguleika að standa fyrir námskeiði sem byggðist upp á að koma öllum í RA í þannig form að kennsla okkar yrði til fyrirmyndar. Þetta er afar áhugaverð hugmynd og mjög í anda allra framsækinna menntastofnanna í heiminum. Þar skilja menn að til þess að ná árangri á sviðum eins og í kennslu verða þeir að leggja sig fram og leita eftir að bæta ráð sitt og stöðu. Þegar ég var við nám í Carnegie Mellon háskólanum í Bandaríkjunum þá var starfandi stofnun innan háskólans sem sérhæfði sig í að bæta kennslu prófessoranna við skólann. Hún sá einnig um að taka upp á myndband, einu sinni á misseri, alla aðstoðarkennara og aðra kennara skólans (undan þessu gat enginn vikist) og eftir myndatökuna settust sérfræðingar yfir myndina og lögðu á ráðin með kennarunum hvernig þeir gætu bætt framistöðu sína í skólastofunni.

Þetta verður framtíðarskipulag í íslensku háskólakerfi, enda hefur Kennslumiðstöðu HÍ vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Það er ljóst að nauðsynlegt er að leitast við að styrkja frammistöðu háskólakennar hér á landi. Í raun eiga nemendur heimtingu á að háskólinn taki á þessum málum og að þeir fái meiri vitneskjum um gæði kennara eins og til dæmis í kennslukönnunum sem framkvæmdar eru hvert misseri í Háskóla Íslands. Hvarvetna í háskólum í Bandaríkjunum eru kannanir af þessu tagi birtar og nemendur fá tækifæri til að velja námskeið út frá gæðum kennslunnar. Í mínum huga er þetta eitthvað sem mun verða framkvæmt hér á landi fyrr en síðar, ef til vill verða námsmenn að láta til sín taka áður en til þess kemur.

ReykjavíkurAkademían vildi fara fram með góðu fordæmi og leggja metnað í allt sem kemur kennslunni við. Staðið var fyrir kennslu námskeiðs fyrir nemendur sem nefndist Akademísk vinnubrögð og það fór af stað með miklum krafti og náði vinsældum. Þar var lögð áhersla að kenna nemendum ákveðnar undirstöður varðandi háskólanám, vinnubrögð, akademíska hugsun, framsögu og viðhorf til háskóla. Það er jú mikið áhyggjuefni hversu stór hluti háskólanemenda tekur hlutverk sitt létt og virðist ekki vera í námi af fullri einurð. Þetta setur mjög ljótan blett á starfið í háskólanum og skólinn hefur reynst ófær um að bregðast við. Ég held að ein ástæða þess sé einmitt slök frammistaða kennaranna sjálfra. Eftir höfðinu dansa limirnir.

Gjörningur  í samræðu

Meginkjarni bókarinnar – Sögustríð. Greinar og frásagnir um hugmyndafræði sem kom út árið 2007 – byggist á hugmyndinni um samræðu, samfelld orðræða um gagnrýnin fræði, vísindi og samfélag. Ég hef reynt að sýna á hvaða stigi samræðan hafi verið í háskólasamfélaginu á tíunda áratugnum, hvaða samanburð ég hafi haft erlendis frá og hvaða tilraunir ég hafi gert til að auka fræðilegar samræður eftir heimkomuna árið 1994 til Íslands. Ég er ánægður með þau skref sem ég tók þátt í að stíga á vettvangi Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar, en hvort tveggja miðaði að stórefldum tækifærum fyrir fræðimenn af öllum stærðum og gerðum að láta til sín taka, að segja álit sitt á viðfangsefnum sem lágu þeim á hjarta. Sömu sögu er að segja um útgáfu Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar og stofnsetningar Miðstöðvar einsögurannsóknar – stefnan hefur alltaf verið tekin á aukna samræðu í fræðum.

Undir lokin langar mig til að rekja eitt dæmi sem lýsir í hnotskurn þessari tilraunastarfsemi í kringum samræðuna, dæmi sem teygir sig yfir nokkur misseri – nokkur ár – og tók á sig ýmsar og flóknar myndir á ólíkum stigum samræðunnar milli stórs hóps nemenda og fræðimanna. Þetta tiltekna dæmi, sem ég rek í einu eða öðru formi undir lok bókarinnar Sögustríð, tengist einnig mikilvægum þætti í starfi mínu og hugsun en það eru samvinna við nemendur. Ég hef alltaf lagt mig eftir þeim þætti fræðastarfsins sem tengist nemendum, ekki aðeins vegna þess að ég er þess fullviss að það hafi góð áhrif á nemendurna heldur einnig vegna þess að samræðan við þá hefur haft þýðingarmikil áhrif á þróun minna eigin fræða. Áður en lengra er haldið er hægt að minna á frásögnina af einsöguhópnum svonefnda og útkomu bókarinnar Einsagan – ólíkar leiðir sem rakin var hér framar, en hvorttveggja byggðu á samræðu stórs hóps fólks sem hafði áhuga á notkun persónulegra heimilda í sagnfræði.

Beðið

Loft var lævi blandið eftir hádegi 19. maí 2006 á öðrum degi íslenska söguþingsins þegar hópur fræðimanna beið í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar eftir að málstofan „Frá endurskoðun til upplausnar“ hæfist. Undirbúningur undir hana hafði staðið í tæplega þrjú ár og byggði á margskonar fræðilegri vinnu fjölda einstaklinga. Til grundvallar umræðu í þessari málstofu var lögð samnefnd bók sem hafði verið í smíðum um tíma og kom út rétt mánuði fyrir þingið. Hugmynd okkar sem stóðum að málstofunni var að gefa fræðasamfélaginu gott tóm til að kynna sér meginefni bókarinnar áður en málstofan hæfist með það í huga að hægt væri að ræða efni hennar og önnur brýn fræðileg viðfangsefni á uppbyggilegan hátt. Sjálfur ætlaði ég að stýra fundi og ég man hve stoltur ég var af þessum glæsilega hópi fræðimanna sem sat í pallborði; allir höfundarnir voru þar mættir að undanskildum Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingi sem var staddur í Bandaríkjunum og að auki voru þarna málshefjendur þeir Már Jónsson og Halldór Bjarnason. Höfundarnir höfðu langflestir unnið náið saman á síðari árum og það mátti sjá að hópurinn var ánægður með gott dagsverk, verk sem náðist að ljúka í tæka tíð fyrir þingið. Fremst fórum við Hilma Gunnarsdóttir og Jón Þór Pétursson, en bæði voru þau meðritstjórar mínir að bókinni og um leið nemendur mínir og félagar úr ReykjavíkurAkademíunni. Saman leiddum við þessa umræddu málstofu og tókum sameiginlega allar hugmyndafræðilegar ákvarðanir sem henni tengdust.

Bókin var mótuð í kringum B.A.-ritgerðir þeirra Hilmu og Jóns Þórs sem reyndust vera áhugaverð framlög til historíógrafískrar greiningar á íslenskri sagnfræði. Til liðs við okkur þrjú fengum við fræðimenn úr ýmsum áttum sem höfðu verið að velta fyrir sér nýjum leiðum í fræðum. Á þessum tímapunkti, rétt áður en málstofan átti að hefjast og með fullan sal af fólki (rúmlega 100 manns) fyrir framan okkur, var eins og þessi vinna öll hefði náð hámarki sínu. En það var spennna í lofti. Bókin var mjög gagnrýnin á hefðina og að hluta voru rökin sem þarna voru sett fram óvægin í garð margra þeirra prófessora sem stóðu á hátindi frægðar sinnar. Þess vegna áttum við von á snörpum umræðum. Ég leit sjálfur á það sem framundan væri sem ákveðna prófraun á stöðu samræðunnar í háskólasamfélaginu, eiginlegan samræðugjörning!

Verkið varð til innan veggja ReykjavíkurAkademíunnar og fór í gegnum nokkur stig samræðunnar:

  1. Verkefnið hófst með rannsóknarvinnunni í kringum B.A. og M.A.-ritgerðir nemenda minna. Samvinnan milli okkar var byggð á þeirri trú að það skipti bæði þau og mig miklu máli að sökkva sér ofaní viðfangsefnið af eins miklum krafti og mögulegt væri. ReykjavíkurAkademían opnaði alveg nýja möguleika í þessu samstarfi og eftir að margir nemendur mínir – fimm að tölu – komu þar inn sem fullgildir félagar hófst nýtt skeið í samvinnu okkar.
  2. Samræða í vesturálmu ReykjavíkurAkademíunnar í kringum Miðstöð einsögurannsókna hafði mikil áhrif á mótun þeirra sem voru þátttakendur. Hópurinn hittist vikulega og las og ræddi verk í hug- og félagsvísindum. Á sama tíma var Kviksögu hleypt af stokkunum en það var vefrit um samtímamenningu í ritstjórn þeirra Hilmu, Jóns Þórs og félaga þeirra Magnúsar Þórs Snæbjörnssonar. Þau Hilma og Jón Þór tóku einnig við ritstjórn Kistunnar frá og með áramótum tvö þúsund og fimm. Inn í þessa deiglu nemendanna blandaðist einnig hópur ungra menntamanna (skálda og rithöfunda) sem kenndu sig við Nyhil og höfðu mikil áhrif á allt líf í ReykjavíkurAkademíunni. Loks flykktist að RA um sama leyti hópur ungra fræðimanna úr öðrum greinum sem strax tóku að láta að sér kveða þar innan dyra.
  3. Hópurinn sem myndaður var í kringum bókina hittist nokkrum sinnum í aðdraganda hennar, en hann samanstóð af fólki sem var bæði innan og utan RA. Hann náði þó aldrei að verða sá samræðugrundvöllur sem stefnt var að, aðallega vegna þess að hópurinn var dreifður og það reyndist erfitt að ná honum saman. Við ritstjórarnir mótuðum því hugmyndina að bókinni og fengum fræðimenn til liðs við okkur með það í huga að búa til verk sem væri bæði leitandi en um leið ögrandi fyrir fræðasamfélagið.
  4. Vinnsla bókarinnar sjálfrar stóð nær óslitið í hálft ár. Við ritstjórarnir skipulögðum ekki aðeins verkið (með tilheyrandi hvattningu til höfunda um að vera með og tilraunum til að ná efninu inn á réttum tíma) heldur lásum við allar ritgerðirnar yfir (sumar oft), unnum með prófarkarlesara, umbrotsmanni, hönnuði bókarkápu og prentsmiðju að gerð bókarinnar og loks dreifðum við bókinni í verslanir og til vina og vandamanna. Verkið var kostað af Miðstöð einsögurannsókna og gefið út í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna. Þegar verkið kom loksins út vorum við uppgefin en ánægð með árangurinn. Hvorki meira né minna en fjögur hundruð fjörtíu og fjögurra blaðsíðna bók lá á borðinnu fyrir framan okkur og öll þessi vinna virtist vera þess virði. Hér hafði samræðan um hugmyndirnar að bókinni og praktíska útfærslu hennar staðið yfir frá því fyrir jól 2005
  5. Við tók kynning á bókinni í fjölmiðlum – ný tegund af samræðu um verkið – sem skipti okkur gríðarlega miklu máli. Þau Hilma og Jón Þór sáu aðallega um þessa hlið málsins og sýndu og sönnuðu að þau áttu létt með að koma frá sér kröftugri orðræðu um hugmyndafræði sem reif í fólk. Síðar átti eftir að kom í ljós að ýmislegt sem þarna kom fram hafi farið illa í sögustofnunarmenn vegna þeirrar gagnrýni sem fjölmiðlafólk kom auga á í verkinu öllu.
  6. Söguþingið og málstofan sem helguð var bókinni var lokahnykkurinn í þessari samræðu allri. Þar áttu þessir þræðir að geta komið saman og myndað grundvöll fyrir upplýsandi samræðu um hug- og félagsvísindi á nýrri öld.

Eftir þessa vinnu var hópurinn mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til að leggja hana í dóm fræðasamfélagsins. Við töldum okkur vel undir atburðinn búin og vorum viss um að fólk myndi fagna því tækifæri sem þarna var boðið upp á; að eiga þess kost að ræða nýjar hugmyndir í hugvísindum á opinn og skemmtilegan hátt. Innlegg af þessu tagi var sömuleiðis nýlunda á söguþingi.

Bókin

Sú vinna sem að framan er lýst var í mínum huga nauðsynlegur aðdragandi fyrir verk af þessu tagi. Í öllu vinnuferlinu unnum við Hilma og Jón Þór að mótun sjálfrar bókarinnar og vörðum til þess umtalsverðum tíma og orku. Að sjálfsögðu nutum við fulltingis einstakra þátttakenda í verkinu sem komu með ábendingar og tillögur eftir því sem hugmyndin að bókinni varð ákveðnari. Aðalatriðið er að við ætluðum okkur að búa til bók sem byggði á ágengri hugmynd sem hægt væri að takast á um innan fræðanna.

Forsendur þessa verks voru ritgerðir okkar þriggja – ritstjóranna – og þá einkum prófritgerðir þeirra Hilmu og Jóns Þórs. Ég sá í hendi mér að þær væru svo þýðingarmikil framlög til samræðunnar innan fagsins að þær gætu orðið grunnur að meiri og almennari umræðu um íslensk hugvísindi. Hættan er sú að prófritgerðir af þessu tagi hverfi, lendi ofan í skúffu þar sem fáir hafa aðgang að þeim og áhrif þeirra verða hverfandi. Þessi bókarhugmynd miðaði að því að veita þeirri vinnu og hugsun sem lögð var í ritgerðirnar inn í fræðasamfélagið með það í huga að það fengi allt færi á að rökræða þær hugmyndir sem þar komu fram. Síðan tókum við okkur til hin og skrifuðum okkar ritgerðir inn í þann ramma sem þær mörkuðu (eða við völdum höfunda sem við töldum að gætu gengið með verk sín inn í hann). Ramminn var markaður af þróun íslenskra hugvísinda (einkum sagnfræði) frá söguendurskoðun til upplausnar viðtekinna gilda á tímum hins póstmóderníska ástands. Nafn bókarinnar er tilvísun í verk Gunnars Karlssonar, Frá endurskoðun til valtýsku, sem kom út árið 1972 og var ætlað að vísa til breytinga sem orðið höfðu í faginu á því tímabili sem við vorum með undir í okkar samræðu. Sömu sögu var að segja um hönnun bókarkápu, hún var sett í ákveðið samband við þessa bók Gunnars.

Þegar við vorum búin að negla niður hugmyndina að verkinu, ræða við hóp fræðimanna sem við töldum að ætti erindi í bókina og hnýta alla enda þá tók við vinnsla verksins sjálfs. Það má segja að við hæfumst handa af fullum krafti strax um áramótin tvö þúsund og fimm og tvö þúsund og sex og unnum sleitulaust fram að útgáfudegi í lok apríl. Ferlið var langt og tók mjög á okkur taugar og þrek en í grófum dráttum var það þetta:

  1. Að ná greinum frá höfundum. Þeir voru mislangt komnir með sitt efni og í önnum dagsins varð að beita lagni við að tryggja að þær skiluðu sér inn í tíma. Þrír höfundar helltust úr lestinni af persónulegum ástæðum.
  2. Að semja við prófarkarlesara, kápuhönnuð, umbrotsmann og prentumsjónarfyrirtæki og halda þessu fólki við efnið eftir því sem bókinni vatt fram. Þetta var mikil vinna sem kallaði á marga fundi, símtöl og samhæfingu. Hönnun bæði bókar og kápu tók mikinn tíma en ritstjórar lögðu sig fram um að vanda til hvorstveggja.
  3. Að lesa yfir greinar höfunda, gagnrýna þær og bregðast á ný við endurskoðun þeirra. Þetta tók nokkrar umferðir og unnum við ritstjórarnir allir að því að koma greinunum í prenthæft form. Síðan tók prófarkarlesari við greinunum, við leiðréttum eftir hennar ábendingu og höfundar lásu sínar greinar yfir, eingöngu til þess að samþykkja þær breytingar sem gerðar höfðu verið af prófarkarlesara og ritstjórum.
  4. Umbrotsmaður hafði áður unnið að hönnun útlits umbrotsins með okkur ritstjórunum. Þar nutum við frábærs liðsinnis Sverris Sveinssonar prentara sem hefur unnið náið með mér að útáfu allra minna bóka. Við ákváðum öll fjögur að gera tilraun með svolítið djarft umbrot, byggja á frekar óvenjulegri uppsetningu sem miðaðist við það að setja allar fyrirsagnir, númer blaðsíðna og tilvísanna og beinar tilvitnanir út í hægri væng bókarinnar og skipti þar engu hvort um hægri eða vinstri síðu væri að ræða. Þessi tilraun tókst afskaplega vel og útlit bókarinnar hefur áhrif á alla lestrarupplifunina. Umbrotið er að auki mjög þétt, hver síða nýtt til hins ítrasta en blaðsíðustærð var í A fimm broti.
  5. Eftir að umbrotið lá fyrir hófumst við handa við að yfirfara umbrotið og liggja yfir ýmsum smáatriðum sem nauðsynlegt er að yfirfara. Þessi vinna var krefjandi og tímafrek vegna þess að umbrotið er þétt og bókin stór.
  6. Við ritstjórarnir höfðum með okkur verkaskipti: Jón Þór gekk frá leiðréttingum frá prófarkarlesara, Hilma hélt utan um samræmdar tilvísanir, heimildaskrá og nafnaskrá og ég hafði veg og vanda að fræðilegri umfjöllun um flestar greinarnar (í náinni samvinnu við þau Jón Þór og Hilmu) auk þess að sjá um flest framkvæmdaratriði við útgáfuna. Miðstöð einsögurannsókna gaf verkið út eins og áður sagði og kostaði það að fullu.
  7. ReykjavíkurAkademían veitti okkur mikilvægan stuðning við útgáfu verksins og auðvitað fundum við fyrir miklum stuðningi frá félögum okkar í RA vegna útgáfunnar. Þegar verkið var komið út í lok aprílmánaðar héldum við miðvikudagsseminar í RA þar sem við gerðum grein fyrir útgáfu verksins og umfangi og gáfum félögum okkar tækifæri til að spyrja út í það; enn ein tilraun með samræðuna.
  8. Eftir að bókin var komin út fengum við tilkynningu um að Menningarsjóður myndi styrkja hana, en það hafði auðvitað heilmikla þýðingu fyrir útgáfuna.

Eins og fram hefur komið reyndi þetta útgáfuferli og allur aðdragandi þess mjög á okkur ritstjóranna. Við höfðum á sama tíma öðrum hnöppum að hneppa en mér er óhætt að segja að þegar upp var staðið vorum við afskaplega ánægð með útkomuna. Bókin reyndist vera 145 þúsund orð (meðal bók er 90 þúsund orð) sem er stærsta bók sem ég hafði þá gefið út. Það var því stoltur hópur ritstjóra og höfunda sem gengu inn í sal Íslenskrar erfðagreiningar til að taka til umræðu bókina Frá endurskoðun til upplausnar en þá var um það bil að hefjast eftirminnilegur darraðardans sem fáir munu víst gleyma sem urðu vitni að.

Upplausn

Ég var fundarstjóri á málstofunni og setti hana með örstuttri kynningu á bókinni. Síðan gaf ég Halldóri Bjarnasyni orðið. Hann var ekkert yfir sig hrifinn af verkinu, fannst til dæmis umfjöllunin í bókinni í sambandi við þróun sagnfræðinnar fyrir 1970 ekki nægilega vel ígrunduð. Gagnrýni Halldórs var frekar óljós, í það minnsta var erfitt að átta sig á hvert hún stefndi. Már tók síðan til máls sem annar málshefjandi í málstofunni. Þeirra hlutverk átti að vera að fara yfir bókina og kynna efni hennar á gagnrýnan hátt. Már gerði það eins og honum er einum er lagið, fannst upplausnarhugtakið þokukennt og ekki alveg nægilega skýrt hvað væri verið að vísa í hjá flestum höfundunum. Og hann spurði einfaldlega hvar upplausnarinnar sæist merki í íslenskri sagnfræði eða hugvísindum. Upplausnin virtist vera hugarburður þeirra sem stæðu að þessari bók að hans mati.

Þegar þeir félagar höfðu lokið máli sínu gekk ég á röðina og gaf höfundunum tækifæri til að tjá sig stutt um verk sín. Ég beindi til þeirra spurningum með það í huga að draga fram meginefni hverrar ritgerðar sem gæti aftur orðið fóður fyrir frekari umræðu. Þessi yfirferð gekk vel og tók lítinn tíma. Þegar þarna var komið sögu var tími málstofunnar um það bil hálfnaður og ég gaf orðið laust. Á svipstundu stukku þeir á fætur Loftur Guttormsson og Gísli Gunnarsson og kjölfarið fylgdi Anna Agnarsdóttir. Þau gáfu öll til kynna að þau vildu fá orðið. Síðar gáfu þeir Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson merki um að þeir vildu ræða efni málstofunnar. Sem sagt, fimm prófessorar í sagnfræði vildu tjá sig um efni bókarinnar og það mátti skilja á látbragði þeirra sumra að þeim var mikið niðri fyrir.

Gísli var fyrstur og vildi fá að vita hvað væri átt við með notkun hugtakanna póstmódernismi, póststrúktúralismi og fleiri póst-hugtökum. Hann taldi að þetta hefði enginn getað sagt sér hingað til og vildi nú fá skýringar. Ég bað Jósef Gunnar Sigþórsson um að skýra hugtökin sem hann og gerði og vísaði að lokum í öll helstu grunnrit sem tengjast þessum fræðum. Næstur var á mælendaskrá Loftur Guttormsson. Hann bað um að fá að koma upp í ræðustól þar sem hann hefði tilbúið framlag sem tæki um það bil fjórar til fimm mínútur í flutningi. Ég féllst á það og þegar Loftur hóf mál sitt kom í ljós að hann var í mjög æstu skapi. Mér var nokkuð brugðið en efnislega vildi hann mótmæla fyrst og fremst grein minni, hann taldi hana vera óheiðarlega – fulla af rangfæslum og getgátum – og ekki samboðna fræðimanni sem tæki sig alvarlega. Verst þótti Lofti að þessi „óhróður“ skyldi vera kominn á prent því að þar yrði eftir honum tekið í framtíðinni og því líklegt að felldir yrðu dómar sem væru ósanngjarnir og rangir. Þegar Loftur hafði lokið máli sínu benti ég á að um þennan málflutning væri ekki mikið að segja – ég ætlaði í það minnsta ekki að biðjast afsökunar á að hafa skoðun á sagnfræðiiðkan hans né annarra. Leiðirnar sem hann gæti farið til að leiðrétta það sem hann teldi að hefði verið rangtúlkað eða rangt með farið væru margar og ég hvatti hann eindregið til þess að nota sér þær. Loftur svaraði þessu úr sæti sínu og virtist enn vera í æstu skapi.

Anna Agnarsdóttir lýsti yfir óánægju sinni með viðtal sem birst hafði í Blaðinu við Hilmu Gunnarsdóttir en hún sat þar fyrir svörum sem framkvæmdastjóri söguþingsins. Hún hafði á orði að margt áhugavert væri að gerast í sagnfræðinni og að yngri sagnfræðingar væru orðnir leiðir á lognmollunni í kringum sögustofnunina sem alltof oft gengi erinda valdhafanna, væru í það minnsta of lítil viðspyrna gegn ófyrirleitnum ásetningi þeirra sem vildu leiða lýðinn. Þessi orð átti Anna erfitt með að sætta sig við og vildi frekari skýringar. Þau Hilma og Jón Þór vísuðu í ákveðin atriði sem þeim fannst bera vott um lélega framgöngu sögustofnunarmanna í tengslum við valdið eins og til dæmis þá staðreynd að allir prófessorarnir í sagnfræðiskor Háskóla Íslands skyldu sitja hjá og horfa í gaupn sér þegar útgáfa forsætisráðherrabókarinnar var kynnt, án þess að sjá ástæðu til að benda á hversu gallað verkið væri og úrelt. Þegar kom að því að gagnrýna verkið á opinberum vettvangi fékkst enginn til þess úr stétt sagnfræðinga nema þau Hilma og Jón Þór, annað nýskriðið frá prófborðinu með sitt B.A.-próf en hitt rétt ókomið í það mark. Um þetta spunnust nokkrar umræður en Anna tók fram að hún hefði ekki haft tíma til að kynna sér efni bókarinnar sem var til umræðu á málstofunni.

Gunnar Karlsson var næstur á dagskrá. Eins og aðrir sem tóku til máls var honum frekar uppsigað við útgáfu verksins. Hann beindi spjótum sínum mest að mér og vildi meðal annars fá að vita hvort ég væri nú fallinn fyrir yfirlitinu þar sem hugtakið kæmi fyrir í titli mínum. Ég svaraði stuttlega með þeim orðum að í undirtitli greinar minnar um íslenska sagnfræði væri að finna íróníu og gaf því næst fimmta prófessornum sem hafði beðið um orðið, Helga Skúla Kjartanssyni, færi á að bera fram spurningu. Og nú kvað við annan tón. Hann sagðist fagna þessari samræðu allri, skammaði prófessorana sem á undan hefðu komið fyrir að ræða ekki efnið út frá forsendum bókarinnar og benti á að hann væri bæði yfirlitsmaður og hefði unnið verkefni fyrir ríkisvaldið og skammaðist sín ekkert sérstaklega fyrir það. Nú vildi hann ræða mikilvægi upplausnarinnar og bað fundinn um að snúa sér að því. Ég fagnaði þessari tillögu Helga Skúla og bað Davíð Ólafsson um að taka upp þráðinn að ósk Helga Skúla. Davíð sagðist aldrei hafa skilið af hverju sagnfræðingar treystu sér ekki til að gera tilraunir með sína fræðigrein eins og heimspekingar, bókmenntafræðingar og fleiri væru svo ákafir í að gera. Síðan fjallaði Davíð um mikilvægi þess að fræðimenn leyfðu sér að glíma við spurninguna hvaða þýðingu stórsögurnar hefðu fyrir fræðigrein sína, og skipti þar engu hvort þeir litu svo á að þær heyrðu fortíðinni til eða hefðu enn mikil áhrif. Með þessari stuttu ræðu Davíðs lauk málstofunni og ekki var laust við að í brjóstum okkar bærðust blendnar tilfinningar.

„Samræðusagnfræði“

Eftir á að hyggja, þegar lengra hafði liðið frá þinginu, þá fannst mér málstofan hafa heppnast ótrúlega vel þó svo að mér hafi fundist framganga prófessoranna flestra klaufaleg. Málstofan sýndi mér og öðrum fyrst og fremst hve „samræðusagnfræði“ á langt í land hér um slóðir. Viðkvæmni fólks fyrir stöðu sinni er slík að það er erfitt að ræða á gagnrýninn hátt um fræðileg álitamál án þess að eiga það á hættu að vera sakaður um verstu lesti mannsins. Viðbrögð prófessoranna voru þess leg að líkja má þeim við algjört upplausnarástand – írónískt í ljósi þess að þeir voru að bregðast við hugmyndinni um upplausn.

Áður en söguþingið hófst var ég vongóður um á að bókin yrði innlegg til áhugaverðrar umræðu um sagnfræði og að fólk myndi bregðast við henni með upplýstum hætti. Það kætti mig mjög þegar ég frétti að Gísli Gunnarsson prófessor hefði krafist þess að fá að flytja opinberan fyrirlestur á þinginu um bókina Frá endurskoðun til upplausnar til að andmæla henni. Þingstjórnin ákvað að úthluta honum heillri málstofu undir gagnrýni sína og átti hún að fara fram daginn eftir málstofu okkar, það er hinn 20. maí. Eftir að þetta var orðið ljóst sendi ég Gísla skeyti og þakkaði honum fyrir að bregðast svona rösklega við og bauðst í staðinn til að verða andmælandi hans á málstofunni. Þessu tók Gísli fagnandi og niðurstaðan varð sú að Gísli flutti sitt klukkutíma erindi fyrir fullum sal fólks og ég tók nokkur atriði upp og ræddi um þau í samhengi allrar bókarinnar.

Það var ekki mikið á gagnrýni Gísla að græða, fyrirlesturinn snerist meira um lífssýn hans og æsku en beina gagnrýni á bókina. Ég notaði tækifærið og tók upp punkta frá deginum áður og ræddi meðal annars tengsl sögustofnunarmanna við valdið, samanber stjórnarsetu prófessoranna í fyrirbærum eins og Kristnihátíðarsjóði (sem var sjóður sem Björn Bjarnason þáverandi menntamálaráðherra kom á koppinn með ríflegu framlagi til rannsókna á því sviði á meðan Vísindasjóður – eini almennilegi samkeppnissjóðurinn – var sveltur með alvarlegum afleiðingum fyrir hugvísindafólk), aðkomu prófessoranna að miðlun fortíðarinnar eins og hún birtist til dæmis í stóru grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands, í Heimastjórnarhátíðarhöldunum og svo framvegis. Inn í þessa umræðu blönduðust þeir Gunnar Karlsson og Jón Þór Pétursson, en sá síðarnefndi stóð upp og varði grein sína í bókinni sem Gísla var mjög í nöp við. Jón Þór benti á að allt sem Gísli og Loftur hefðu sagt og ritað frá og með vorinu 1993 hefði einkennst af vilja til að verja niðurstöður rannsókna sinna. Þetta væri hægt að greina með því að afbyggja orðræðu þeirra og setja í samhengi við samræðu samtímans um fortíðina jafnt sem líðandi stund. Ræða Jóns Þórs var áhrifarík og upplýsandi en ég er ekki viss um að Gísli hafi áttað sig á broddinum í henni. Við Gísli Gunnarsson skildum sáttir en fundurinn staðfesti enn á ný stöðu umræðunnar í faginu.

Ég fann að þessi bók okkar hafði áhrif á marga, fólk úr ýmsum geirum samfélagsins átti erfitt með að sætta sig við efni hennar. Þannig fékk ég harkalega gagnrýni frá Hermanni Stefánssyni rithöfundi, bókmenntafræðingi og fyrrum félaga úr ReykjavíkurAkademíunni vegna efnis hennar og ýmislegt annað sem ég hafði komið nálægt; aðrir létu á sér skiljast með óformlegum hætti að þeim væri ekki skemmt. Mér fannst gagnrýni Hermanns athyglisverð einkum viðhorf hans til stöðu fræðibóka – hvernig þær ættu að líta út – hvaða skilning hann lagði í hugtökin eða fyrirbærin vald, einsögu, sjálfsbókmenntir eða hugmyndir eins og hvernig ólíkar fræðigreinar glíma við viðfangsefni sín. Óhætt er að segja að viðhorf Hermanns hafi komið nokkuð á óvart einkum vegna þess hve niðurnjörfuð þau voru í íhaldsamar kvíar akademíunnar, en Hermann er nú þekktur fyrir allt annað en að fara hefðbundnar leiðir í viðfangsefnum sínum, eins og bók hans Sjónhverfingar ber með sér.

Þegar upp var staðið voru við öll útkeyrð eftir þessa rimmu sem hafði staðið í kringum útgáfu bókarinnar og söguþingið en samt ánægð með að hafa komið verkinu og hugmyndum okkar á framfæri. Eftir sat þó í mér þung tilfinning fyrir því ástandi sem mér fannst íslensk akademía standa frammi fyrir og við ættum öll langt í land með að fá tækifæri til að ræða saman af alvöru um fræði og vísindi.

Rauður þráður

Á söguþinginu vorið 2006 var eins og ótal atriði sem ég hafði verið að velta fyrir mér og greint á umliðnum árum fengju áþreifanlega staðfestingu eftir að gjörðir flestra sögustofnunarmanna lágu fyrir á málstofunni um bókina Frá endurskoðun til upplausnar. Það er í ljósi þessarar sögu sem hér hefur verið rakin sem hægt er að meta viðbrögð Inga Sigurðssonar prófessors emeritus frá fundi Sagnfræðingafélagsins frá 1995 þegar hann stóð upp eftir fyrirlestur minn um nýjar hugmyndir um 19. öldina og benti á að „þessi saga hefði verið rannsökuð áður“; í fyrstu óskiljanleg þeim sem var þá nýkominn úr öðru fræðiumhverfi en tók smátt og smátt á sig skýrari mynd eftir því sem fleiri sögustofnunarmenn réttu upp hönd sína á opinberum vettvangi og tjáðu sig um viðfangsefni fræða. Gilti þar einu hvort sömu aðilar ræddu um kvenna- eða kynjasögu, útgáfu rita á vegum Sagnfræðistofnunar, áttu orðastað við nemendur sínar, samstarfsmenn eða jafnvel tilvonandi samstarfmenn í gegnum dómnefndarálit og tjáðu sig um sagnfræði hér á landi og í útlöndum á opinberum vettvangi eins og ég rakti í smáartiðum í bókinni Sögustríð. Þar hefur rauði þráðurinn verið sá sami: Það hefur ekkert upp á sig að vera að rugga bátnum, fræðimenn sem tilheyra sögustofnuninni íslensku hafa fyrir löngu komist að því hvert er samhengi íslenskra fræða, hvað á að vera innihald íslenskrar sagnfræði. Þeir eru sammála um að þetta samhengi þurfi að styrkja og efla með rannsóknum sem hægt er að fella að yfirlitinu, hinni eilífu tilraun sagnfræðingsins að fylla upp í myndina en ramminn er þegar fundinn.

Ég hef haldið því fram að yngri kynslóð fræðimanna eigi eftir að stíga fram og segja álit sitt á þessari stöðu sögustofnunarinnar. Ég hef þóst finna fyrir slíkum hreyfingum þó svo að þær séu enn sem komið er mjög veikburða eins og ég rakti í greininni „Gróður jarðar“. Eins og áður hefur verið rætt held ég því fram í annarri grein sem nefnist „Íslensk sagnfræði 1980–2005“ að fjórða bylgja endurskoðunarinnar eigi eftir að láta til sín taka ef allt verður með felldu (án þess að því sé sérstaklega spáð hvernig mál þróist innan hennar) – ég ítreka samt þá skoðun að enn fari ekki mikið fyrir því fólki sem henni tilheyrir.

Online conference – Duke University v. Univeristy of Iceland 2019

Tilraunir með samræður nemenda og kennar tók á sig nýja mynd vorið 2019 þegar nemendur mínir í námskeiðinu Er eitthvað á minnið að treysta? skrifuðu sjálfsævisögu sína og nýttu fyrri hluta hennar til að rökræða hvernig þau rifjuðu upp fyrri tíða; hvaða aðferðum þau beyttu við þá upprifjun. Þeim hluta sjálfsævisögunnar snöruðu þau á ensku og fluttu fyrir framan myndavélina stuttan fyrirlestur um efni sitt. Þessi upptaka var síðan sett á YouTube síðu mína – https://www.youtube.com/channel/UCoQFAdmMuxgCZPCMPdDxMqg

– þar sem nemendur Duke University sem við vorum í samstarfi við í gengum prófssor þeirra, einsögufræðinginn Tom Robisheaux, fengu tækifæri til að skoða upptökurnar og mynda sér skoðun á efninu. Hinn 6. apríl 2019 fór svo fram tveggja tíma samræða um sjálfsbókmenntir, einsögu og minni (egodocuments, microhistory and memory) þar sem við ræddu verkefni þeirra sem við höfðum fengið að skoða í gegnum rannsóknaráætlun hvers nemenda og þau ræddu video-upptökur sem nemendur mínir gerðu.

Það er skemmst frá því að segja að þessi samræða gekk ótrúlega vel og ég var sjálfur mjög stolltur af nemendum mínum fyrir að bæði tjá sig frjálslega um viðfangsefni sín sem voru mörg hver mjög persónuleg sem og fræðileg. Þá var það aðdáunarvert að þau skyldu ná að halda sjó á öðru tungumáli en þeirra eigin. Samanburðurinn við nemendur þessa frábæra skóla reyndist vera okkur mjög í hag.

Ég held að nemendur mínir hafi fengið heilmikið út úr þessari tilraun og notið þess að takast á við þetta óvenjulega verkefni. Viðfangsefnið tók hins vegar mikið á og Tom Robisheaux sem stjórnaði ráðstefnunni gerði það með mikilli prýði.

Þar með fékk ég enn eitt tækifærið til að vinna með nemendum mínum að verkefnum sem ég held að hafi auðgað alla sem tóku þátt í því. Ég er viss um að ný tækifæri munu gefast til að vinna með nemendum í framtíðinni að verkefnum sem þroska alla sem að þeim koma.

Doktorsnemar

Einn er sá þáttur námsins sem ég hef lítið rætt en það er doktorsnám nemenda minna. Doktorsnám í Háskóla Íslands er til þess að gera nýtt af nálinni. Því var komið á fót á tíunda áratugnum en var fyrst í stað í skötulíki; kröfurnar ómarkvissar, fjármögnun því sem næst engin og almennir vegvísar Háskólans mjög á reki. Á nýrri öld tók þetta einhverjum breytingum til batnaðar en það er ef til vill ekki fyrr en á allra síðustu árum sem námið komst í fastar skorður þegar Miðstöð framhaldsnámsins tók að sinna því hlutverki að setja reglur um námið sem bæði nemendur og kennarar þurftu að fylgja. Í dag er umhverf doktorsnámsins allt annað en það var en þó vantar mikið upp á að fjármögnun doktorsnema geti talist viðunandi. Doktorsnemum hefur fjölgað mikið en sú þróun hefur haldist í hendur við aðrar breytingar í háskólasamfélaginu eins og þá að háskólakennarar hafa gert síauknar tilraunir til að fjármagna rannsóknir sínar með utanaðkomandi styrkjum. Til þess að slíkar tilraunir gangi upp verða hverri umsókn að tengjast ákveðinn fjöldi framhaldsnema. Þetta hefur orðið hvatning til þess að gera doktorsnáminu hefur vaxið fiskur um hrygg.

Á sama tíma og ég var ráðinn sem dósent við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands árið 2014 fékk ég stóran verkefnastyrk í þriggja ára rannsókn sem Rannís studdi. Ég keypti mig frá kennslu næstu þrjú árin og vann eingöngu að þessari rannsókn minni. Á þeim tíma notaði ég tækifæri til að undirbúa stóra öndvegisrannsókn í samvinnu við mikið einvalalið fólks í sagnfræði, fornleifafræði, mannfræði og safnafræði – innlenda og erlenda aðila. Ég er nú um stundir þátttakandi í tveimur öndvegisverkefnum frá Rannís; „Fötlun fyrir daga fötlunar“ (2017) sem Hanna Björg Sigurjónsdóttir leiðir og verkefninu „Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking“ (2018) en það verkefni er undir minni stjórn. Þessi verkefni eru mjög umfangsmikil og taka mikinn tíma af minni vinnu. Kosturinn við þátttöku í þessum verkefnum er að þarna fær maður tækifæri til að bæði kynnast nýjum viðfangsefnum og vinna náið með ótrúlega flottum hópi vísindamanna. Loks gefst færi á að veita hópi ungra vísindamanna brautargengi í gegnum svona rannsóknir. Í þessum tveimur öndvegisverkefnum hefur mér tekist að fjármagna alla þrjá doktorsnema mína – einn sem er hluti af DbD-verkefnu og tvo sem eru þátttakendur í HH-verkefninu – en að auki er ég með á mínum snærum þrjá MA- og BA-nemendur sem hafa unnið að verkefnum sem tilheyra báðum verkefnunum. Doktorsnemendurnir eru þau Sólveig Ólafsdóttir, Finnur Jónasson og Anna Heiða Baldursdóttir. Marín Árnadóttir er að vinna rannsókn um einelti á fyrri tíð en hún er í MA-námi og Daníel Guðmundur Daníelsson sem nýlega lauk sínu BA-prófi er að vinna að rannsókn á Fornbréfasafninu, Annálunum og Alþingisbókunum með það í huga að kanna umfjallanir um fólk sem átti við einhvers konar föltun að stríða. Loks er Alti Þór Kristinsson að vinna að verkefni sem nær yfir bæði öndvegisverkefnin, en öll verða þau í vinnu sumarið 2019 en þau tvö fyrrnefndi unnu einnig að sinni rannsókn sumarið 2018. Hugmyndin er að þessi hópur birti svo niðurstöður sínar í bók sem kemur út á næsta ári hjá Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem nefnist Þættir af sérkennilegu fólki.

Með þessum hætti gefst færi á að flétta framhaldsnemendur inn í mikilvægar rannsóknir þar sem þau fá tækifæri til að taka þátt í fræðilegri dagskrá með heimsklassa vísindamönnum, innlendum og erlendum. Það er gríðarlega þýðingarmikil áhersla í öllu mínu vísindastarfi.